Nýtt fyrirtæki á gömlum grunni
Bíljöfur – varahlutir ehf var stofnað í ársbyrjun 2015.
Bíljöfur ehf hafði sem bílaverkstæði flutt inn varahluti til eigin nota í nokkur ár og óx sú starfsemi jafnt og þétt. Þar kom að ákveðið var að stofna sérstakt fyrirtæki um varahlutainnflutning og sölu, og þá varð til Bíljöfur – varahlutir ehf , sem er til húsa að Smiðjuvegi 72, gul gata, gegnt bílaverkstæðinu.
Bíljöfur – varahlutir ehf hefur lagt áherslu á að eiga varahluti í ameríska bíla, og þá aðallega Jeep, Chrysler , Dodge og Ram. Um daglegan rekstur sjá þeir Jóel Jóelsson og Brynjar Björnsson, en báðir eiga þeir langan feril að baki í varahlutageiranum.